Guð­björg Aðal­steins­dóttir, hjúkrunar­fræðingur á Egils­stöðum, þarf að flytja fjöl­skyldu sína til Akur­eyrar yfir há­tíðirnar í ár, en hún er barns­hafandi en getur ekki fætt barnið sitt fyrir austan vegna þess að enginn skurð­læknir finnst til að vera á vakt.

Greint var í þessu í kvöld­fréttum á Stöð 2 en þar sagði Guð­björg málið vera svekkjandi. „Maður hefði bara viljað vera heima hjá sér. Við vorum líka of­boðs­lega á­nægð með þjónustuna sem við fengum í Nes­kaup­stað á fæðingar­deildinni þar með eldri stelpuna og vildum endi­lega fá að fæða þar aftur,“ sagði Guð­björg.

„Auð­vitað vill maður bara fá að vera heima hjá sér eins lengi og maður getur. Ó­létt kona vill bara fá að sofa í sínu rúmi og hafa sinn sófa til að hvíla sig í á milli,“ sagði hún.

Skurð­læknirinn á sjúkra­húsinu í Nes­kaup­stað, sem er eini starfandi skurð­læknirinn, er í fríi og af­leysingin brást. Barns­hafandi konur voru látnar vita af for­falli læknisins en enn er reynt að fá af­leysingu.

„Ég veit ekki hvar vanda­málið er eða hvernig er hægt að breyta því, en þetta er náttúru­lega eitt­hvað sem þarf að breytast. Við þurfum að hafa lækna­þjónustu úti á landi og við þurfum að halda þessu opnu,“ segir Guð­björg.