Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir stöðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytta í ríkisstjórn eftir harða kosningabaráttu þeirra á milli. Hann vill ekki ræða stöðu Guðrúnar Hafsteins.
„Við vorum að klára fjölmennasta fundinn okkar til þessa. 1.800 manna fundur sem heppnaðist mjög vel og ég er mjög sáttur við niðurstöðuna,“ segir Bjarni Benediktsson um landsfund Sjálfstæðisflokksins og endurkjör sitt til formanns flokksins síðustu helgi.
Er staða Guðlaugs Þórs sú sama í flokknum?
„Ég hef aldrei talað fyrir neinu öðru. Við getum framkvæmt svona kosningu án þess að allt fari í uppnám.“
Hvað með Guðrúnu Hafsteins, er hún að koma inn?
„Ég nenni ekki einu sinni að ræða það aftur. Ég er búinn að svara þessu svo oft.“
Á að fjölga ráðuneytum?
„Nei, það stendur ekki til.“
Þetta sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í dag en þar var til umræðu bandormur sem hann er að leggja til vegna breytinga á skattkerfinu. Á dagskrá kemur fram að málið tengist kauprétti og mútubrotum.