Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir stöðu Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar óbreytta í ríkis­stjórn eftir harða kosninga­bar­áttu þeirra á milli. Hann vill ekki ræða stöðu Guð­rúnar Haf­steins.

„Við vorum að klára fjöl­mennasta fundinn okkar til þessa. 1.800 manna fundur sem heppnaðist mjög vel og ég er mjög sáttur við niður­stöðuna,“ segir Bjarni Bene­dikts­son um lands­fund Sjálf­stæðis­flokksins og endur­kjör sitt til formanns flokksins síðustu helgi.

Er staða Guð­laugs Þórs sú sama í flokknum?

„Ég hef aldrei talað fyrir neinu öðru. Við getum fram­kvæmt svona kosningu án þess að allt fari í upp­nám.“

Hvað með Guð­rúnu Haf­steins, er hún að koma inn?

„Ég nenni ekki einu sinni að ræða það aftur. Ég er búinn að svara þessu svo oft.“

Á að fjölga ráðu­neytum?

„Nei, það stendur ekki til.“

Þetta sagði Bjarni að loknum ríkis­stjórnar­fundi í dag en þar var til um­ræðu band­ormur sem hann er að leggja til vegna breytinga á skatt­kerfinu. Á dagskrá kemur fram að málið tengist kauprétti og mútubrotum.