Frá og með áramótum þurfa konur í Frakklandi yngri en 25 ára ekki að greiða getnaðarvarnir sjálfar. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra fyrr í dag.

Gjaldfrjálsar getnaðarvarnir voru bundnar við 18 ára aldur en hefur nú verið hækkað. Ráðherrann sagði breytingunni vera vegna fjárhagslegra ástæðna kvennanna og sjáanlega minni munur á notkun getnaðarvarna en áður.

„Það er óásættanlegt að konur geti ekki varið sig, þó þær óski þess en hafi ekki efni á því,“ segir Véran.

Þá er gert ráð fyrir að áætlaður kostnaður stjórnvalda vegna þessa verði um 21 milljón evra árlega.

Fjölgun óléttra stúlkna á aldrinum 12 til 14 ára

Frá árinu 2013 hefur franska ríkið boðið stúlkum og konum á aldrinum 15 til 18 ára ókeypis getnaðarvarnir og í ágúst 2020 var aldursbilið fært niður í 15 ára, þetta kemur fram í franska fréttamiðlinum Avis le Monde.

„Á ári hverju verða um það bil þúsund ungar stúlkur á aldrinum 12 til 14 ára óléttar í Frakklandi,“ sagði í yfirlýsingu frá franska ríkinu í lok ársins 2019.

Þá hefur fjöldi þungunarrofa fækkað í Frakklandi eftir breytinguna.