Búist er við því að nefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum sem fór fram þann 6. janúar 2021 geti sýnt fram á að Donald Trump hafi brotið lög þegar hann neitaði að stöðva æsta múginn. Þetta segja tvær heimildir frá The Guardian.
Nefndin mun sýna fram á að forsetinn fyrrverandi hafi vanrækt skyldu sína sem forseti að vernda Bandaríkjaþing. Trump gæti einnig hafa brotið lög sem banna að hindrað sé opinbera málsmeðferð fyrir þinginu, en þann 6. janúar 2021 var þingið saman komið til þess að staðfesta kjör Joe Biden sem forseta Bandaríkjanna.
Trump hefði getað kallað fram þjóðvarðarlið til þess að stöðva múginn en kaus að gera þetta. Nefndin vill meina að Trump hefði getað ávarpað þjóðina í beinni útsendingu og það hefði einnig róað múginn, en hann kaus einnig að sleppa því.
Árásin á þinghúsið tók 187 mínútur en meirihluta árásarinnar kaus Trump að þegja og gera ekki neitt, en margir litu svoleiðis á að hann hefði verið að styðja múginn með því.
Nefndin mun á næstu dögum kalla fram vitni sem störfuðu í Hvíta húsinu á meðan árásin á þinghúsið fór fram. Búist er við því að þau fari yfir hvernig dagurinn leið, frá því hvernig Trump neitaði að snúa til baka að Hvíta húsinu eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að berjast fyrir því að snú niðurstöðum kosninganna honum í hag.
Cassidy Hunt, fyrrum ráðgjafi Trump, greindi frá því til nefndarinnar að Trump hefði verið svo æstur að komast til stuðningsmanna sinna að á einum tímapunkti hafi hann gripið í stýrið á ökumanni bíls síns sem ætlaði að keyra að Hvíta húsinu.