Þýsk stjórnvöld eru búin að semja reglugerð um að stjórnvöld geti komið í veg fyrir að erlendir fjárfestar geti keypt fyrirtæki innan heilbrigðisgeirans.

Ríkisstjórn Þýskalands er búin að samþykkja reglugerðina sem þýðir að hún hefur tekið gildi.

Með því geta stjórnvöld komið í veg fyrir að erlendir fjárfestar kaupi fyrirtæki sem framleiði mót- eða bóluefni eða fyrirtæki sem framleiði hluti á borð við andlitsgrímur og öndunarvélar.

Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja áframhaldandi gott aðgengi að helstu nauðsynjavörum í baráttunni við COVID-19.