Út­breiðsla kóróna­veirunnar svo­kölluðu er talin lúta svo­kallaðri út­breiðslu­tölu RO=2,5. Náist að lækka þessa tölu, sem að­gerðir stjórn­valda miða að, má lækka hlut­fall hjarðó­næmis í sam­fé­laginu sem þarf til að stöðva far­aldurinn.

Þetta kemur fram í grein eftir Þór­ólf Guðna­son, sótt­varna­lækni, Ölmu Möller, land­lækni, Víði Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjón hjá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og Harald Briem, fyrr­verandi sótt­varna­lækni, sem birtist í Morgun­laðinu í dag.

Þar leggja fjór­menningarnir á­herslu á að að­gerðir hingað til miðist að því að draga sem mest úr út­breiðslu far­sóttarinnar hér á landi og „hægja á far­aldrinum með það fyrir augum að heil­brigðis­kerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“

Út­breiðsla CO­VID-19 er talin lúta út­breiðslu­tölunni RO = 2,5, „sem merkir að hver smitandi ein­stak­lingur smiti að meðal­tali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin út­breiðsla á far­aldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar far­aldurinn út.“

Að­gerðir yfir­valda hingað til, það er að finna smitaða ein­stak­linga og ein­angra, setja ein­kenna­lausa ein­stak­linga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sótt­kví og stuðla að svo­kallaðri „fé­lags­forðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu.

„Sam­bandið á milli út­breiðslu­tölunnar Ro og hjarðó­næmis (H) er at­hyglis­vert (H = 1-1/Ro). Ef út­breiðslu­talan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ó­næmi (mót­efni) til að far­aldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur um­tals­vert úr hlut­falli þeirra sem þurfa að hafa ó­næmi í sam­fé­laginu til að far­aldurinn stöðvist.“