Tónleikagestir bæði í Hörpu og Hofi hafa aldrei verið færri en á síðasta ári, samkvæmt tölum á vef Hagstofunnar.

Á síðasta ári mættu tæplega 60 þúsund gestir á 424 tónleika sem haldnir voru í þremur stærstu tónleikahúsum landsins, það er í Hörpu, Hofi og Salnum.

Í fyrra voru tónleikagestir í þessum sömu húsum yfir 205 þúsund talsins.Á síðasta ári sóttu 17.658 gestir tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en fara þarf aftur til ársins 1977 til að finna færri gesti.