Bandaríska flugmálaeftirlitið fylgist með öllum flugum Boeing -737 MAX véla með gervihnöttum. Þoturnar eru aftur komnar í notkun eftir tæplega tveggja ára kyrrsetningu vegna tveggja flugslysa þar sem 346 fórust. Stofnunin hefur aldrei áður stundað jafn víðtækt eftirlit með ákveðinni flugvélategund og nær það til flugum MAX-véla um heim allan.
Náið er fylgst með öllu ferli vélanna, frá flugtaki til lendingar, með nýrri tækni sem streymir gögnum frá vélunum á hálfrar sekúndu fresti. Hægt er að sjá hversu oft hver vél tókst á loft, hve lengi hún flaug og ef eitthvað út af bar.
Icelandair á MAX-vélar og hefur fest kaup á fleirum. Félagið stefnir að því að hefja flug með þeim í mars. Nú er verið að þjálfa flugmenn Icelandair í notkun þeirra.