Beina­grind sem sænska slökkvi­liðið hafði fundið í al­mennings­garði, full­yrt að um gervi væri að ræða og hunsað í septem­ber á síðasta ári reyndist vera raun­veru­leg eftir út­kall í sama garð mánuðum síðar. Lög­regla hefur nú hafið morð­rann­sókn. Norski miðillinn VG greinir frá þessu.

Síðast­liðinn septem­ber fékk slökkvi­liðið í Mal­mö til­kynningu um eld í Slott­spar­ken í mið­bæ Mal­mö. Í dag­bök slökkvi­liðsins kom fram að ein­hver hefði skemmt sér við að kveikja í plast­beina­grind, eins og þeim sem notaðar eru við kennslu í skólum.

Mánuðum síðar, í mars á þessu ári, fannst beina­grind í sama garði. Sú beina­grind var raun­veru­leg og er talin hafa verið frá konu sem aug­lýst var að saknað væri mánuðum áður. Konan, sem var 58 ára, hvarf af heimili sínu fyrir ári síðan. Bæði lög­regla og leitar­sam­tök leituðu hennar án árangurs.

Ul­rika Lind­mark, yfir­maður að­gerða hjá Björgunar­sveitinni Sy, segir slökkvi­liðið í Mal­mö ekki hafa af­greitt málið á gagn­rýnis­verðan hátt. Hún segir slökkvi­liðið hafa til­kynnt málið í septem­ber til lög­reglu vegna ó­þæginda sem gervi­beina­grindin kunni að hafa valdið gestum garðsins.

Lög­reglan hafi síðan leitað í garðinum að beina­grindinni en ekki fundið neina, því hafi ekki meira verið gert í því máli.

Lög­reglu var síðan til­kynnt um beina­grind í garðinum í mars á þessu ári, það hafi reynst vera raun­veru­leg beina­grind, og frá konunni sem lýst var eftir fyrir ári síðan.

Opnað fyrir morð­rann­sókn

Sex mánuðum eftir að beina­grindin var fyrst upp­götvuð var opnað fyrir morð­rann­sókn. Lög­reglan í Sví­þjóð hefur einnig til­kynnt sjálfa sig fyrir mis­ferli í málinu.

Nils Nor­ling, hjá lög­reglunni í Mal­mö, segir við sænska blaðið Afton­bladet að það versta í þessu máli sé að fjöl­skylda konunnar hafi þurft að bíða hálfu ári of lengi eftir því að vita hver ör­lög hennar hafi verið. „Auð­vitað hefði verið betra fyrir rann­sóknin ef þessi niður­staða hefði komið fram fyrr,“ segir Nor­ling.

Lög­reglan veit ekki enn hvernig eða hve­nær konan lést.

Aldrei heyrt um svipað

Fyrr­verandi rann­sókna­stjórinn og rit­höfundurinn Jørn Lier Horst segir í sam­tali við VG að hann hafi aldrei heyrt um svipað mál. „Hvorki að kveikt sé svona í líki eða beina­grind, eða að lík gleymist svona,“ segir Horst.

Hann segir það erfitt að segja hvað raun­veru­lega hafi gerst, en þetta virðist vera röð ó­heppi­legra at­vika. „Lík­lega er ekki hægt að kenna neinum um, en það er á­mælis­vert,“ segir Horst.

Finn Abra­ham­sen, fyrr­verandi lög­reglu­stjóri í Osló og á­lits­gjafi VG, segir margt vera í gangi í þessu máli. „Hvernig getur lög­reglan sagt að þetta sé sama beina­grindin ef hún var ekki einu sinni við­stödd fyrst þegar beina­grindin var fundin.

Hann leggur á­herslu á að slökkvi­liðið eigi að hafa svo mikla reynslu og þekkingu að þau eigi auð­veld­lega að sjá muninn á plasti og beinum.