Sam­kvæmt fyrir­liggjandi á­ætlunum um af­hendingu bólu­efna þeirra þriggja fram­leiðanda sem Ís­land hefur gert samning við er gert ráð fyrir að í lok mars hafi Ís­landi borist bólu­efni fyrir sam­tals um 45.000 ein­stak­linga.

Alls hefur Ís­land samið við fimm lyfja­fram­leið­endur um bólu­efni gegn CO­VID-19. Bólu­efni þriggja þeirra eru komin með markaðs­leyfi og bólu­setning með þeim hafin hér á landi. Samningar Ís­lands um þessi þrjú bólu­efni, það er bólu­efni Pfizer, AstraZene­ca og Moderna, kveða á um skammta sem duga til að bólu­setja 304.000 ein­stak­linga.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu. Þar segir enn fremur að Moderna hafi gefið út á­ætlun fyrir af­hendingu út árið 2021 og að sam­kvæmt henni fái Ís­land skammta fyrir rúm­lega 15.000 manns á öðrum árs­fjórðungi, 25.000 manns á þriðja árs­fjórðungi og 20.000 manns á síðasta árs­fjórðungi þessa árs.

Ekki liggja fyrir stað­festar af­hendingar­á­ætlanir til lengri tíma en loka mars frá Pfizer, AstraZene­ca og Moderna.

Af­hending aukist á öðrum árs­fjórðungi

Í til­kynningunni segir að raun­hæft sé að reikna með því að af­hending bólu­efna aukist til muna strax á öðrum árs­fjórðungi, það er á tíma­bilinu apríl til júní. Bæði vinna bólu­efna­fram­leið­endur nú mark­visst að því að efla fram­leiðslu­getu sína og er þess vænst að fleiri bólu­efni fái markaðs­leyfi á næstunni og að af­hending þeirra geti þá hafist fljót­lega.

Þetta á við um bólu­efni Jans­sen sem vonir standa til að fái evrópskt markaðs­leyfi fyrir lok þessa mánaðar. Samningur Ís­lands um bólu­efni Jans­sen kveður á um skammta sem duga fyrir 235.000 ein­stak­linga. Ís­land er einnig með samning um bólu­efni frá CureVac fyrir 90.000 ein­stak­linga. Það bólu­efni er á loka­stigi prófana sem lofa góðu. Þess er vænst að bólu­efnið muni fá markaðs­leyfi og að hægt verði að byrja af­hendingu þess á öðrum árs­fjórðungi.

Til­kynning ráðu­neytisins er að­gengi­leg hér.