Maður hlaut á dögunum tuttugu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, og 240.800.000 króna sekt fyrir skattalagabrot. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna mun hann þurfa að afplána eitt ár í fangelsi.

Um var að ræða vanskil hjá fjórum einkahlutafélögum, sem eru í dag öll afskráð. Öll brotin áttu sér stað rekstrarárið 2019.

Samtals vörðu brotin rúmlega 161 milljón króna í vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á opinberum gjöldum. Þá voru aðrir ákæruliðir eru vörðuðu peningaþvætti látnir niður falla.

Maðurinn játaði skýlaust brot sín, fyrir utan þau sem vörðuðu peningaþvættið, og þótti ekki ástæða til að draga játningu hans í efa. Hann var með hreint sakarvottorð og hlaut eins og áður segir tveggja ára skilorðsbundin dóm.