Lög­reglan í nokkrum kín­verskum stór­borgum hefur byrjað að skoða síma hjá al­mennum borgurum til að at­huga hvort í þeim séu ó­lög­leg vest­ræn smá­forrit.

Sam­fé­lags­miðlar eins og Twitter, Insta­gram og Telegram eru ó­lög­legir í Kína en mót­mælendur hafa ein­mitt notað þessa miðla til að eiga sam­skipti og skipu­leggja mót­mæli vegna harðra sótt­varna­reglna. Þrátt fyrir að slíkir sam­fé­lags­miðlar og aðrar vest­rænar vef­síður á borð við Face­book og YouTu­be séu bannaðar í Kína hafa net­verjar notast við VPN-net­tengingar til að komast inn á þær.

Í Sjang­haí stóðu lög­reglu­menn á Torgi fólksins við aðal­verslunar­götu borgarinnar og fóru í gegnum síma veg­far­enda. Auk þess að leita að ó­lög­legum smá­forritum var fólki einnig skipað að eyða öllum ó­æski­legum myndum og mynd­böndum sem tengjast mót­mælunum.

Willi­am Yang, frétta­maður hjá Deutsche Welle, sagði að verið væri að stöðva veg­far­endur af handa­hófi. „Það getur gerst hvar sem er, annað­hvort úti á götu eða þegar gengið er inn í verslunar­mið­stöð,“ sagði Yang.