Persónuvernd hefur beint þeim fyrirmælum til íslenska hýsingarfyrirtækisins 1984 að loka fyrir allan aðgang að ljósmyndum af manni, sem samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er palestínskur, á ísraelskri vefsíðu sem hýstar eru hjá 1984.

Meðal annars var um að ræða mynd sem sýnir höfuð eins þeirra á svínsbúk. Maðurinn fór fram á það við Persónuvernd að myndunum yrði eytt af síðunum því þær fælu í sér hatursáróður og væru settar fram í meiðandi tilgangi.

Síðurnar eru á hebresku en í kvörtuninni segir að innihald þeirra ógni öryggi ísraelskra ríkisborgara, þar á meðal dómara, lögfræðinga, lögreglumanna, lögmanna og starfsmanna í félagsþjónustu. Þar séu birtar persónuupplýsingar á borð við heimilisföng, skilríki, númer lögfræðinga, persónulegar ljósmyndir auk falsaðra og klámfengra.

Sá sem kvartaði kveðst ekki hafa fengið skýr svör frá 1984 og í kjölfarið, í samráði við umboðsmann Alþingis, leitað til sýslumanns til að fara fram á lögbann á síðurnar. Persónuvernd hafði samband við persónuverndaryfirvöld í Ísrael sem upplýstu að fyrir dómstólum væri mál á hendur aðstandanda umræddrar vefsíðu. Hins vegar hafi ekki verið krafist að henni yrði lokað.

Niðurstaða Persónuverndar á Íslandi hafi verið á þá leið myndbirtingin brjóti í bága við greinar laga um nýja persónuverndartilskipun sem innleidd var hér á landi í sumar og því bæri hýsingaraðilanum að eyða myndunum út af síðunni.

Úrskurður Persónuverndar í heild.