Persónuvernd

Gert að fjar­lægja mynd af palestínskum manni á svíns­búk

Per­sónu­vernd hefur beint þeim fyrir­mælum til ís­lenska hýsingar­fyrir­tækisins 1984 að loka fyrir allan að­gang að ljós­myndum af palestínskum manni á ísraelskri vef­síðu sem hýstar eru hjá 1984. Á myndinni, sem var fölsuð, var að sjá höfuð mannsins á svíns­búk.

Í kvörtuninni segir að innihald vefsíðnanna ógni öryggi ísraelskra ríkisborgara. Fréttablaðið/Getty

Persónuvernd hefur beint þeim fyrirmælum til íslenska hýsingarfyrirtækisins 1984 að loka fyrir allan aðgang að ljósmyndum af manni, sem samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er palestínskur, á ísraelskri vefsíðu sem hýstar eru hjá 1984.

Meðal annars var um að ræða mynd sem sýnir höfuð eins þeirra á svínsbúk. Maðurinn fór fram á það við Persónuvernd að myndunum yrði eytt af síðunum því þær fælu í sér hatursáróður og væru settar fram í meiðandi tilgangi.

Síðurnar eru á hebresku en í kvörtuninni segir að innihald þeirra ógni öryggi ísraelskra ríkisborgara, þar á meðal dómara, lögfræðinga, lögreglumanna, lögmanna og starfsmanna í félagsþjónustu. Þar séu birtar persónuupplýsingar á borð við heimilisföng, skilríki, númer lögfræðinga, persónulegar ljósmyndir auk falsaðra og klámfengra.

Sá sem kvartaði kveðst ekki hafa fengið skýr svör frá 1984 og í kjölfarið, í samráði við umboðsmann Alþingis, leitað til sýslumanns til að fara fram á lögbann á síðurnar. Persónuvernd hafði samband við persónuverndaryfirvöld í Ísrael sem upplýstu að fyrir dómstólum væri mál á hendur aðstandanda umræddrar vefsíðu. Hins vegar hafi ekki verið krafist að henni yrði lokað.

Niðurstaða Persónuverndar á Íslandi hafi verið á þá leið myndbirtingin brjóti í bága við greinar laga um nýja persónuverndartilskipun sem innleidd var hér á landi í sumar og því bæri hýsingaraðilanum að eyða myndunum út af síðunni.

Úrskurður Persónuverndar í heild.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Persónuvernd

Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina

Persónuvernd

RÚV braut gegn verðandi móður

Innlent

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Auglýsing

Nýjast

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

Auglýsing