Alexander Lukas­hen­ko, for­seti Hvíta-Rúss­lands, sem oft hefur verið titlaður sem síðasti ein­ræðis­herrann í Evrópu, gerir sig lík­legan til þess að lýsa yfir stór­sigri í for­seta­kosningunum sem fram fóru í landinu í dag. BBC greinir frá þessu.

Mót­fram­bjóðandi Lukas­hen­ko, Svetlana Tik­hanovska­ya, hefur notið tölu­verð fylgis og er um að ræða eina á­hrifa­mestu at­lögu sem gerða hefur verið að valda­stóli Lukas­hen­ko. Hann hefur verið for­seti í landinu í 26 ár og hafa kosningar þar í­trekað verið gagn­rýndar af al­þjóð­legum eftir­lits­aðilum.

Þannig greinir breska ríkis­út­varpið frá því að út­göngu­spár sýni nú að Lukas­hen­ko hafi fengið 79,9 prósent at­kvæða í kosningunum í ár. Sé það hið sanna í málinu er það ör­fáum prósentu­stigum minna en árið 2015 en þá hlaut hann meint 83,5 prósent greiddra at­kvæða.

Nú þegar hefur komið til á­taka á milli mót­mælenda og lög­reglu, að því er fram kemur í frétt BBC. Stjórnar­and­stæðingar hafa harð­lega gagn­rýnt fram­kvæmd kosninganna en út­göngu­spár sýna að Tik­hanavska­ya hafi einungis hlotið 6,8 prósent at­kvæða.

Hún hljóp í skarð eigin­manns síns sem hand­tekinn var á þeim for­sendum að hann hefði efnt til ó­eirða. Nokkuð róstur­samt hefur verið í landinu og hefur mót­mæla­alda riðið yfir það undan­farið. Lukas­hen­ko hefur í­trekað sagst engar á­hyggjur hafa af mót­fram­bjóðanda sínum, sem hann hefur sakað um að ganga erinda er­lendra ríkja.