Pétur Ólafs­son, að­stoðar­maður borgar­stjórans í Reykja­vík, gerir lítið úr á­hyggjum rekstrar­aðila í mið­bænum af á­hrifum fram­kvæmda þar á rekstur nær­liggjandi fyrir­tækja. Pétur tjáir sig um málið í at­huga­semdum inni á Face­book hópnum „Sam­fylkingin - jafnaðar­manna­flokkur Ís­lands.“

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá var Dill, Systir og Mikkeller & fri­ends lokað í vikunni. Sögðu rekstra­aðilar á miða á veggjum staðanna að á­stæðuna mætti rekja til ó­við­ráðan­legra að­stæðna.

Nokkur mikil um­ræða er um lokun staðanna inni á Face­book hópnum. Þar segir meðal annars Skafti Hall­dórs­son að um sé að ræða al­vöru mál þegar fram­kvæmdir borgarinnar og fram­kvæmdir í leyfi hennar hafi þau á­hrif á fyrir­tæki að þau verði að loka.

„Ég hvet borgar­full­trúa Sam­fylkingarinnar að gæta þess að betur fari varðandi rekstur fyrir­tækja við þá götu. Í það minnsta að settur verði strangur tíma­rammi á fram­kvæmdir og að að­gengi að fyrir­tækjunum verði ekki svo erfið og frá­hrindandi að þau verði að pakka saman,“ skrifar Skafti meðal annars.

Skafti er ekki sá eini sem lýst hefur yfir á­hyggjum af fram­kvæmdum, þar sem gatna­mótum Hverfis­götu og Ingólfs­strætis hefur verið lokað. Verslunar­eig­andi í Hverfis­götu, Anna Þóra Björns­dóttir, furðaði sig á því fyrr í vikunni hve hægt fram­kvæmdir ganga.

Pétur tjáir sig við færslu Skafta inni á um­ræddum Face­book hóp. Þar gefur hann lítið fyrir á­hyggjur rekstrar­aðila.

„Ég held að þetta snúist frekar um að það er hentugt að benda á fram­kvæmdir á vegum borgarinnar ef illa gengur í rekstrinum. Fram­kvæmdirnar snúa að því að gera götuna og svæðið betra fyrir alla og því ber að fagna,“ segir Pétur meðal annars.

„Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með fram­kvæmdir á Hverfis­götu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundur­grafinn gata á stað þar sem gengið er inn í af Ingólfs­stræti.“