Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins segir aðal­at­riði dagsins vera þá stað­reynd að héraðs­dómur hafi gert Eflingu að af­henda at­kvæða­skrá sína. Von­brigði séu að það muni koma til verk­falla.

Þetta segir Hall­dór í sam­tali við Frétta­blaðið í kjöl­far þeirra tíðinda að Fé­lags­dómur meti verk­falls­boðanir Eflingar lög­mætar. Það þýðir að verk­föll munu hefjast á sjö hótelum Ís­lands­hótela á morgun á há­degi.

Hall­dór segir aðal­at­riði vera á­kvörðun héraðs­dóms frá því í morgun. „Það þýðir að at­kvæða­greiðslan mun fara fram um miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara. Það er það sem forrysta Eflingar óttast mest af öllu enda er forrustan á harða­hlaupum undan eigin fé­lags­mönnum.“

Hall­dór segir mikil von­brigði að það muni koma til verk­falla. „En ég hegg hins­vegar eftir því að dómurinn er klofinn í herðar niður í af­stöðu sinni,“ segir Hall­dór en tveir dómarar skiluðu sér­á­liti og vildu dæma SA í vil og verk­föll ó­lög­mæt.

„Það þarf ekki að taka fram að ég er sam­mála þeirra mati. En meiri­hluti dómsins, þar með talið dómari sem skipaður er af Al­þýðu­sam­bandi Ís­lands kemst að gagn­stæðri niður­stöðu og það er ó­heppi­legt að mínum dómi.“

Að­spurður út í fram­haldið segir Hall­dór að hann telji ful­ljóst að at­kvæða­greiðsla um miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara muni fara fram.

„Ég geri ráð fyrir því að fé­lags­fólk Eflingar muni hafna sýn forrystu Eflingar í þeirri at­kvæða­greiðslu og sam­þykkja þá miðlunar­til­lögu. Þannig ég geri ráð fyrir því að verk­föllin verði skamm­vinn, hafi lítil á­hrif og í raun allra tap að þau fari fram yfir­höfuð og ég hefði talið heppi­legast að forrysta Eflingar sæi sóma sinn að fresta verk­föllunum þar sem dæmt var í morgun af héraðs­dómi að þau þurfi að af­henda fé­laga­skrá sína.“