Hatari var tekinn fyrir í ísraelska skopþættinum Eretz Nehederet. Þættirnir eru háðsádeiluþættir, svipaðir SNL (Saturday Night Live) og var Eurovision viðfangsefni síðasta þáttar. Leikararnir gerðu óspart grín að Matthíasi Tryggva Haraldssyni, einum söngvara Hatara og Einari Hrafni Stefánssyni trommugimpi.

Í skopþættinum er gert grín að gjörningi Hatara en eins og al­þjóð veit lyftu liðs­menn Hatara upp borðum með palestínska fánanum þegar at­kvæði Ís­lands voru kynnt í beinni út­sendingu. Þá er gefið í skyn að liðsmenn Hatara séu ekki vel gefnir þegar það kemur að sögu Ísrael.

„Þið getið ekkert kennt okkur. Við vitum allt um ykkar átök. Þið komuð hingað á víkingaskipum ykkar og hentuð Palestínumönnum út úr landinu með hamri Þórs árið 48 fyrir Krist.“ segir persóna Matthíasar.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.