At­hygli vekur að í skýrslu Ríkis­endur­skoðunar eru villur í skráningu til­boða í svo­kallaðri til­boðs­bók. Við greiningu Ríkis­endur­skoðunar á um­ræddu skjali komu í ljós ann­markar í út­reikningum þar sem fjöldi færslna í skjalinu var ekki færður inn á réttu formi.

Sumir starfs­menn notuðust við er­lenda kommu­setningu, aðrir notuðu punkt og sumir skrifuðu hrein­lega til­boðið með bók­stöfum.

Um var að ræða til­boð sem námu sam­tals um 20 milljörðum króna.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir í sam­tali við Frétta­blaðið að til­boðs­bókin hafi verið unnin af sölu­ráð­gjöfum Banka­sýslunnar og Banka­sýslan verði að svara fyrir hana. „Ég hef ekki séð upp­lýsingar um að þessir mis­brestir hafi leitt til teljandi tjóns fyrir ríkis­sjóð, en við hljótum engu að síður að gera kröfu um vönduð vinnu­brögð – sér­stak­lega þegar sýslað er með ríkis­eignir. Aðilar sem treyst er fyrir slíku verki verða að standa undir því trausti,“ segir Bjarni.

Í skýrslu Ríkis­endur­skoðunar segir að Ís­lands­banki hafi sent snið­mát í Excel til inn­lendra sölu­ráð­gjafa og sölu­aðila Banka­sýslunnar með leið­beiningum um hvernig ætti að fylla það út svo að bankinn hefði yfir­sýn um þróun eftir­spurnar inn­lendra fjár­festa.

Annar hug­búnaður eða sér­hannað upp­lýsinga­kerfi til að halda utan um til­boð í til­boðs­fyrir­komu­lagi var ekki til staðar hjá bankanum.

Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslunnar, var ekki búinn að svara fyrir­spurn Frétta­blaðsins þegar blaðið fór í prentun í gær.