Grín- og á­deilu­þættirnir Satur­day Night Live hófu aftur göngu sína í gær en þátturinn í gær markar upp­haf 45 seríu þáttanna. Fast er skotið á for­seta Banda­ríkjanna, Donald Trump, en einnig á mögu­lega for­seta­fram­bjóð­endur Demó­krata­flokksins.

Mikil gagn­rýni hefur verið á Trump síðast­liðna daga eftir að komst upp um að hann hafði beðið for­seta Úkraínu um að rann­saka Joe Biden. Form­leg rann­sókn á mögu­legum em­bættis­brotum er nú farin af stað.

Þættirnir hafa lengi verið þekktir fyrir að vera pólitískir og því ekki ó­venju­legt að mikið hafi verið um pólitískar á­deilur en nóg var einnig af léttum at­riðum þar sem þekktir grín­istar fengu salinn til að hlægja.