Grín- og á­deilu­þættirnir Satur­day Night Live hófu aftur göngu sína í gær en þátturinn í gær markar upp­haf 45 seríu þáttanna. Fast er skotið á for­seta Banda­ríkjanna, Donald Trump, en einnig á mögu­lega for­seta­fram­bjóð­endur Demó­krata­flokksins.

Leikarinn Alec Baldwin fer aftur í hlut­verk Trumps en í upp­hafi þáttanna má sjá hann hringja í ýmsa aðila að leita eftir hjálp, meðal annars Rudy Giuli­ani, Mike Pence og jafn­vel leið­toga Norður-Kóreu Kim Jong-un.

Mikil gagn­rýni hefur verið á Trump síðast­liðna daga eftir að komst upp um að hann hafði beðið for­seta Úkraínu um að rann­saka Joe Biden. Form­leg rann­sókn á mögu­legum em­bættis­brotum er nú farin af stað.

Þrátt fyrir að gert hafði verið grín að Trump þá gættu rit­höfundar SNL þess að ekki væri slag­síða á gríninu og gerðu ó­spart grín að Demó­krötum. Þar mátti meðal annars sjá grín­istana Larry David í hlut­verki Berni­e Sanders og Kate McKin­non í hlut­verki Eliza­beth War­ren.

Þættirnir hafa lengi verið þekktir fyrir að vera pólitískir og því ekki ó­venju­legt að mikið hafi verið um pólitískar á­deilur en nóg var einnig af léttum at­riðum þar sem þekktir grín­istar fengu salinn til að hlægja.

Woo­dy Harrel­son og Billi­e Eilish voru kynnar þáttarins en sjá mátti Harrel­son í bol með mynd af hinni ungu Gretu Thun­berg og lauk hann þáttunum með að þakka Gretu.