Innlent

Gengur vel að slökkva eldinn í Álfs­nesi

Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu taldi líklegt að slökkvistaði við urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi myndi ljúka fyrir klukkan fimm í dag.

Eldurinn var mikill í morgun. Fréttablaðið/Ernir

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gengur vel að slökkva eldinn í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Eldurinn kviknaði upprunalega um helgina og blossaði síðan aftur upp í morgun af meiri krafti. Mikill fjöldi var frá slökkviliðinu á vettvangi í morgun við slökkvistarf. 

„Við erum búin að losa meiri en helming af mannskap og staðan er orðin verulega góð. Við teljum að það sé um klukkustund eftir af vinnu. Það er bara brot af því eftir sem var í morgun,“ segir varðstjóri hjá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Fór úr kurli í bagga

Eldurinn byrjaði í dekkjakurli en breiddist síðan út í baggana sem geyma almennt heimilissorp. Hann segir að það hafi reynst erfitt að slökkva í eldinum og því hafi gröfur verið nýttar í að bæði bleyta og setja jarðveg yfir eldinn til að slökkva í honum. 

„Eldurinn var kominn í baggana líka. Þetta er allt hundleiðinlegt sama hvort það heitir baggar eða dekkjakurl. Þetta er alveg hræðilegt að eiga við og erfitt að slökkva í og þess vegna var farið í að fella jarðefni og bleytt yfir. Það er búið að fara alveg geigvænlegt magn af vatni á þetta, en líka jarðefni. Við vorum með stórar gröfur og jarðýtur að vinna í þessu á fullu,“ segir varðstjórinn að lokum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Enn ekki tekist að slökkva eldinn í Álfs­nesi

Innlent

Eldur í urðunar­stöð Sorpu í Álfs­nesi

Innlent

Fjögur frá­vik frá starfs­leyfi í Álfs­nesi á þessu ári

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing