Fjórir þingmenn gengu út úr sal Alþingis þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í umræðum fyrir atkvæðagreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar í dag.

Það er RÚV sem greinir frá þessu en þingmennirnir sem gengu út voru þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Inga Sæland úr Flokki fólksins.

Um leið og Sigmundur hafði síðan lokið ræðu sinni sneru þær aftur inn í þingsal. Ætla má að ástæðan sé þátttaka Sigmundar í umræðum sex þingmanna á barnum Klaustri kvöldið 20. nóvember þar sem talað var ansi fjálglega um aðra þingmenn og fólk úr samfélaginu.