Innlent

Gengu út þegar Sig­mundur steig í pontu

Fjórir þing­menn gengu út úr sal Al­þingis þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, tók til máls í um­ræðum fyrir at­kvæða­greiðslu fjár­laga­frum­varps ríkis­stjórnarinnar í dag.

Þingkonurnar gengu út þegar Sigmundur Davíð hóf ræðu sína í pontu. Fréttablaðið/Eyþór

Fjórir þingmenn gengu út úr sal Alþingis þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls í umræðum fyrir atkvæðagreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar í dag.

Það er RÚV sem greinir frá þessu en þingmennirnir sem gengu út voru þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Inga Sæland úr Flokki fólksins.

Um leið og Sigmundur hafði síðan lokið ræðu sinni sneru þær aftur inn í þingsal. Ætla má að ástæðan sé þátttaka Sigmundar í umræðum sex þingmanna á barnum Klaustri kvöldið 20. nóvember þar sem talað var ansi fjálglega um aðra þingmenn og fólk úr samfélaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing