Stór hópur gekk síðdegis í dag frá Hallgrímskirkju á Austurvöll í tilefni þess að í dag er er alþjóðlegur dagur gegn mismun og kynþáttafordómum.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi stóðu fyrir göngunni en í viðburði fyrir göngunni stendur meðal annars að vitundarvakning sé þörf varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Hópurinn, sem gekk niður Skólavörðustíginn, hélt meðal annars á lofti spjöldum sem á stóð: „Við erum meira en litir.“