Tveim­ur kon­um brá held­ur í brún þeg­ar þær geng­u fram á holu sem líkt­ist einn­a helst grunnr­i gröf við Hell­is­heið­i seinn­i part­inn í dag. „Þett­a var dá­lít­ið ó­hugn­an­legt,“ seg­ir önn­ur kvenn­ann­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið, en hún vild­i ekki láta nafn síns get­ið.

Kon­urn­ar voru að skokk­a nærr­i sum­ar­bú­stað­ar­svæð­in­u við Hell­is­heið­i þeg­ar þær komu augu á gröf­in­a. „Þett­a var dá­lít­ið hátt uppi á hæð­inn­i þar sem er ófrjó­sam­ur jarð­veg­ur og fáir eiga leið hjá.“ Kon­urn­ar stopp­uð­u ekki leng­i við gröf­in­a en fóru þó að velt­a til­kom­u henn­ar fyr­ir sér þeg­ar skokk­in­u var lok­ið.

„Mað­ur fór að hugs­a um þett­a svon­a eft­ir á og velt­a þess­u fyr­ir sér.“ Þeim datt einn­a helst í hug að þarn­a hafi ver­ið á ferð­inn­i hlut­i af ótt­a­leik­rit­i hand­rukk­ar­a þó ekki sé hægt að full­yrð­a um slíkt.

Minn­i helst á Holl­yw­o­od

Heim­ild­ar­mað­ur blaðs­ins kunn­ug­ur und­ir­heim­un­um seg­ist þó ekki hafa haft veð­ur af á­lík­a máli hér á land­i. „Þett­a minn­ir frek­ar á að­ferð­ir sem not­að­ar eru í Holl­yw­o­od,“ sagð­i hann og virt­ist ekki sann­færð­ur um að þarn­a væru hand­rukk­ar­ar á ferð.

Fréttablaðið hefur ekki sannreynt hvor tilgátan er rétt og því er hin opna gröf, eða jarðraskið á heiðinni sem óneitanlega minnir á gröf, enn hulin ráðgáta. Ekki náð­ist í lög­regl­un­a á Suð­ur­land­i við gerð þess­ar­ar frétt­ar og því óvitað hvort mál­ið sé í rann­sókn hjá lög­regl­u.

Staðsetning grafarinnar sést hér á korti.
Mynd/Aðsend