Bíllinn verður frumsýndur klukkan 11.15 á bás Toyota í sýningarsal 4 þann þriðja mars. Einnig verður ný kynslóð Yaris Evrópufrumsýnd ásamt nýjum R AV4 tengiltvinnbíl. Að öllum líkindum verður bíllinn, sem ekki hefur fengið nafn enn, boðinn með 1,5 lítra bensínvél í tvinnútgáfu. Toyota merkið verður fyrirferðarmikið í Genf. Mirai vetnisbíllinn verður sýndur á sérstökum bás og Gazoo Racing bílar Toyota verða á sér bás líka. Þar verða sýndir GR Supra 2,0 ásamt keppnisbílunum WRC Yaris og Dakar Hilux, þeim sem Fernando Alonso keppti á.

Hyundai hefur nú birt myndir af i20 en engar hafa birst af i20N sportútgáfu.

Hyundai hefur nú birt myndir af nýrri kynslóð i20 bílsins. Þriðja kynslóðin hefur fengið alveg nýtt útlit sem líkist meira i30 bílnum. Líkt og í nýjum i10 reynir i20 að verða tæknilegasti bíllinn sem boðinn er í sínum stærðarf lokki. Tveir 10,25 tommu skjáir verða í bílnum ásamt fullkomnum öryggisbúnaði eins og veglínuskynjara og árekstrarvara. Tvær vélar verða í boði, fjögurra strokka 1,2 lítra vél og þriggja strokka eins lítra vél með forþjöppu. Hægt verður að fá bílinn með sjö þrepa sjálfskiptingu með tveimur kúplingum fyrir hraðari skiptingar. Hyundai i20 verður frumsýndur í Genf en ekkert hefur verið gefið upp enn hvort i20 N sportútgáfan verði sýnd einnig þar