Genesis G80 og GV80 keppa beint við lúxusmerki eins og Benz og Audi og eru í svipaðri stærð eins og Mercedes-Benz E-lína sem dæmi. Í framhaldinu koma G70 og GV70 jepplingurinn en fyrstu löndin til að hefja sölu á bílunum verða Bretland, Sviss og Þýskaland. Að sögn Ragnar Steins Sigurþórssonar er hér um spennandi merki að ræða en ekki sé ljóst enn sem komið er hvort merkið komi til sölu hérlendis. Genesis leggur talsverða áherslu á einstaklingsþjónustu og býður sína bíla með fimm ára fulla ábyrgð með varabíl fyrir viðskiptavininn. Auk þess fylgir vegaaðstoð með bílum Genesis. Þrjár gerðir rafbíla verða komnar á markað frá Genesis fyrir mitt sumar 2022 og er því eftir nokkru að slægjast. Meðal þeirra bíla er rafdrifin útgáfa G80 sem sýndur var nýlega á bílasýningunni í Sjanghæ. Annar hinna bílanna verður á nýjum E-GMP rafbílaundirvagni sem Hyundai og Kia hafa þróað saman.