Karl­maður í annar­legu á­standi var hand­tekinn við Háa­leitis­braut í dag, eftir að hafa sparkað í bíl og í fram­haldinu gengið í skrokk á öku­manninum. 

Út­lit er fyrir að á­rásin hafi verið al­gjör­lega til­efnis­laus og var öku­maðurinn, ung kona, flutt á slysa­deild til skoðunar, að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu. Meiðsl konunnar eru ekki talin al­var­leg. 

Á­rásar­maðurinn var vistaður í fanga­klefa á meðan rann­sókn fer fram og hann verður skýrslu­hæfur.

Uppfært:

Fréttablaðið hefur náð tali af vitni að árásinni, Snorra Barón Jónssyni. Hann lýsir árásinni sem hrottafenginni, og segir manninn hafa lumbrað á konunni, fleygt henni í runna og stappað á henni. Nánar hér.