Lögreglumál

Gekk í skrokk á ungri konu á Háa­leitis­braut

Tilefnislaus árás var gerð á unga konu sem ók bíl sínum eftir Háaleitisbraut í dag. Árásarmaðurinn var í annarlegu ástandi. Konan var flutt á slysadeild og maðurinn verður vistaður í fangaklefa á meðan rannsókn fer fram.

Maðurinn verður í fangaklefa þar til hann verður hæfur til skýrslutöku. Fréttablaðið/GVA

Karl­maður í annar­legu á­standi var hand­tekinn við Háa­leitis­braut í dag, eftir að hafa sparkað í bíl og í fram­haldinu gengið í skrokk á öku­manninum. 

Út­lit er fyrir að á­rásin hafi verið al­gjör­lega til­efnis­laus og var öku­maðurinn, ung kona, flutt á slysa­deild til skoðunar, að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu. Meiðsl konunnar eru ekki talin al­var­leg. 

Á­rásar­maðurinn var vistaður í fanga­klefa á meðan rann­sókn fer fram og hann verður skýrslu­hæfur.

Uppfært:

Fréttablaðið hefur náð tali af vitni að árásinni, Snorra Barón Jónssyni. Hann lýsir árásinni sem hrottafenginni, og segir manninn hafa lumbrað á konunni, fleygt henni í runna og stappað á henni. Nánar hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Barði konuna, henti henni í runna og stappaði á henni

Lögreglumál

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Lögreglumál

Kvartað yfir er­lendum úti­gangs­mönnum

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing