Óskað eftir aðstoð í heimahús í Grafarvogi vegna ofurölvi einstaklings sem hafði í hótunum við heimilsfólk og búinn að eyðileggja muni á heimilinu. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lörgreglu, en þar er minnst á nokkur mál þar sem fólk varð til vandræða vegna ölvunar. Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs einstaklingi sem lét illa í strætisvagni. Og síðan var óskað var eftir að aðstoð lögreglu á veitingastað í Laugardal vegna ölvaðs einstaklings sem neitaði að yfirgefa staðinn.

Í Breiðholti var bifreið stöðvuð vegan þess að ökumaður hennar ók gegn rauðu ljósi. Í ljós kom að hann var sextán ára, á ferð ásamt þremur vinum sínum. Fram kemur að foreldrum og barnavend hafi verið kynnt málið.