Mynd­band sem sýnir öku­mann Volkswa­gen Golf-bif­reiðar sparka í­trekað í aðra bif­reið á Reykja­nes­braut hefur vakið tals­verða at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Frétta­vefur DV fjallaði um málið í gær­kvöldi og birti mynd­band af at­vikinu sem sjá má hér neðst.

Í fréttinni kemur fram að at­vikið hafi átt sér stað síð­degis í gær. Mynd­bandið er tekið úr bif­reið á Reykja­nes­braut og sýnir þegar öku­maður Golf-bif­reiðarinnar reynir að hindra það að öku­maður BMW-bif­reiðar komist fram úr honum.

Endar það með því að báðir öku­menn stöðva og stígur öku­maður Golf-bif­reiðarinnar út og reynir að komast að hinum öku­manninum. Sparkar hann meðal annars í­trekað í rúðuna þegar sem öku­maðurinn situr.

Ekki liggur fyrir hvað átti sér stað áður en þessi upp­á­koma varð en eins og sést á með­fylgjandi mynd­bandi var þó nokkur um­ferð á brautinni og því all­nokkur vitni.

Frétt DV.