Myndband sem sýnir ökumann Volkswagen Golf-bifreiðar sparka ítrekað í aðra bifreið á Reykjanesbraut hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum.
Fréttavefur DV fjallaði um málið í gærkvöldi og birti myndband af atvikinu sem sjá má hér neðst.
Í fréttinni kemur fram að atvikið hafi átt sér stað síðdegis í gær. Myndbandið er tekið úr bifreið á Reykjanesbraut og sýnir þegar ökumaður Golf-bifreiðarinnar reynir að hindra það að ökumaður BMW-bifreiðar komist fram úr honum.
Endar það með því að báðir ökumenn stöðva og stígur ökumaður Golf-bifreiðarinnar út og reynir að komast að hinum ökumanninum. Sparkar hann meðal annars ítrekað í rúðuna þegar sem ökumaðurinn situr.
Ekki liggur fyrir hvað átti sér stað áður en þessi uppákoma varð en eins og sést á meðfylgjandi myndbandi var þó nokkur umferð á brautinni og því allnokkur vitni.
Frétt DV.