Sífellt fleiri landeigendur í Bandaríkjunum falast eftir geitum vegna mikilla þurrka sem hafa gengið yfir landið og aukinnar hættu á skoteldum. Geiturnar þykkja umhverfisvænn kostur til að plægja þurr landsvæði og fjarlægja þannig eldhættu sem myndast í kringum þurr strá og gróður.

Fjórfættir slökkviliðsmenn

Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hafa tileinkað sér þessa fornu aðferðar en geiturnar njóta sérstakra vinsælda í Kaliforníu. Geitur hafa verið notaðar til að sporna gegn skoteldum í Kalifornía í marga áratugi.

Í einhverjum tilfellum hefur reglugerðum sem banna kvikfénað innan borgarmarka verið breytt til að rýma til fyrir grasbítunum. Heilu geitahjarðirnar þramma nú yfir þurr og eldfim svæði og bíta allt sem á vegi þeirra verður.

Lítil umhverfisspor

Mike Canaday, geitaræktandi, segir árið í ár hafa verið „risastórt, alveg bilað bara,“ en hann hefur haft í nógu að snúast við að útvega landeigendum geitur. „Það hefur verið ákveðin vitundarvakning eftir þessa hræðilegu elda sem við höfum haft nýverið,“ segir Mike.

Mike segir geitur vera umhverfisvænan kost sem skilji eftir sig lítil fótspor við kostgæfna vinnu sína og hvetur alla til að fjárfesta í fjórfættum slökkviliðsmönnum.