Vara­borgar­full­trúinn og menntaskólakennarinn Geir Finns­son ætlar að bjóða sig fram í þriðja sæti í próf­kjöri Við­reisnar í Reykja­vík. Þetta kemur fram í til­kynningu.

„Í störfum mínum sem vara­borgar­full­trúi undan­farið kjör­tíma­bil hef ég lagt mig fram við að gera sem mest gagn fyrir borgar­búa. Við­reisn stendur fyrir ein­faldara og skil­virkara borgar­kerfi þar sem á­hersla er á val­frelsi borgar­búa og vil ég leggja mig allan fram við að vinna þessum málum enn frekara brautar­gengi. Mark­miðið er að gera Reykja­vík að fyrir­myndar­borg í hví­vetna,“ segir í til­kynningunni.

„Ég er ungur og bý að tölu­verðri reynslu. Ég tók virkan þátt í stofnun bæði Við­reisnar og Upp­reisnar, hef setið sem vara­þing­maður og nú síðast sem vara­borgar­full­trúi. Ég gegni vara­for­mennsku í Lands­sam­bandi ung­menna­fé­laga auk þess að vera menntaður fram­halds­skóla­kennari með reynslu úr fyrir­tækja­rekstri, verk­efna­stjórnun og fjöl­miðlun,“ segir Geir.

Hann segir að með bak­grunni sínum hafi hann mótað sína sýn á það hvernig hægt sé að skapa betri borg.

„Ég vil leggja ríka á­herslu á öflugri og ein­faldari þjónustu við borgar­búa, fjöl­breytni í skóla­málum, sjálf­bæra og spennandi fram­tíð fyrir ungt fólk og skipu­lag sem tekur mið af því að auðga mann­líf frekar en mal­bik.“

Til­kynningin í heild sinni:

Ég hef á­kveðið að taka slaginn og bjóða mig fram í þriðja sæti í próf­kjöri Við­reisnar í Reykja­vík.

Í störfum mínum sem vara­borgar­full­trúi undan­farið kjör­tíma­bil hef ég lagt mig fram við að gera sem mest gagn fyrir borgar­búa. Við­reisn stendur fyrir ein­faldara og skil­virkara borgar­kerfi þar sem á­hersla er á val­frelsi borgar­búa og vil ég leggja mig allan fram við að vinna þessum málum enn frekara brautar­gengi. Mark­miðið er að gera Reykja­vík að fyrir­myndar­borg í hví­vetna.

Ég er ungur og bý að tölu­verðri reynslu. Ég tók virkan þátt í stofnun bæði Við­reisnar og Upp­reisnar, hef setið sem vara­þing­maður og nú síðast sem vara­borgar­full­trúi. Ég gegni vara­for­mennsku í Lands­sam­bandi ung­menna­fé­laga auk þess að vera menntaður fram­halds­skóla­kennari með reynslu úr fyrir­tækja­rekstri, verk­efna­stjórnun og fjöl­miðlun.

Með þennan bak­grunn hef ég mótað mína sýn á það hvernig við búum til betri borg. Ég vil leggja ríka á­herslu á öflugri og ein­faldari þjónustu við borgar­búa, fjöl­breytni í skóla­málum, sjálf­bæra og spennandi fram­tíð fyrir ungt fólk og skipu­lag sem tekur mið af því að auðga mann­líf frekar en mal­bik.

Ég tel það bæði spennandi og ærið verk­efni að vinna þessari sýn á­fram­haldandi fram­gang og vona sannar­lega að ég fái tæki­færi til þess. Ég hvet því Reyk­víkinga til að skrá sig í Við­reisn a.m.k. þremur dögum fyrir próf­kjörs­dag (4. mars) og velja í próf­kjöri.

Með ósk um góða bar­áttu,

Geir Finns­son
Vara­borgar­full­trúi Við­reisnar