Christina Koch verður hluti af fyrsta teyminu sem er einungis samsett af konum til að taka þátt í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina (e. International Space Station) þann 29. mars. Hún er meðal þriggja geimfara sem NASA sendir í dag til geimstöðarinnar.  Geimskotið er á svokölluðum pí-degi samkvæmt bandarísku dagatali og verður skotið klukkan 3:14 að staðartíma í tilefni þess. 

Ferðin mun taka sex klukkutíma og munu geimfararnir vera þar í sex mánuði. Geimfarinn Anna McClain mun líka taka þátt í geimgöngunni en hún er hluti af núverandi áhöfn alþjóðlegu geimstöðarinnar. Hún er einnig flugmaður og majór í bandaríska hernum.

Christina Koch er rafmagnsverkfræðingur sem hefur unnið við rannsóknir á Suðurpólnum og er þetta hennar fyrsta ferð út í geim.

Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni hér.