Banda­ríski geim­farinn Michael Collins lést í dag úr krabba­meini ní­ræður að aldri. Collins var þriðji geim­farinn, á­samt Neil Arm­strong og Buzz Aldrin, í Apollo 11 árið 1969, fyrstu mönnuðu ferðinni til tunglsins.

Ó­líkt Armstrong og Aldrin steig Collins aldrei fæti á tunglið því hann varð eftir í stjórn­hylkinu Columbia og dvaldi þar einn í 28 klukku­stundir á meðan fé­lagar hans könnuðu að­stæður á tunglinu.

Vegna þessa hefur hann títt verið kallaður „mest ein­mana maður sögunnar“, en Collins greindi frá því í ævi­minningunum að eitt af því sem hann hefði óttast mest hefði verið að þurfa að snúa aftur án fé­laga sinna.

Í yfir­lýsingu frá fjöl­skyldu Collins segir:

„Mike tókst alltaf á við á­skoranir lífsins með prýði og hóg­værð og hann tókst á við þessa loka­á­skorun á sama hátt. Við munum sakna hans gífur­lega. En við vitum líka hversu heppinn Mike taldi sig vera að hafa fengið að lifa lífinu eins og hann gerði.“