Kyli­an Mbappe, fram­herji Paris Saint-Germain, hefur gefið 27 þúsund pund, jafn­virði rúm­lega 4,2 milljóna króna, svo hægt sé að halda leitinni að David Ibbot­son, flug­manninum sem var um borð með Emili­ano Sala, á­fram. 

Lík Sala fannst fyrir helgi en leitin hefur staðið yfir frá því 21. janúar, með hléum. Vélin var á leið til Car­diff í Wa­les frá Nan­tes í Frakk­landi en Sala var þá nýbúinn að kveðja gömlu liðs­fé­laga sína í Frakk­landi. Cardiff City FC hafði keypt hann fyrir metfé helgina sem vélin hrapaði yfir Ermarsundi.

Mbappe, sem var valinn besti ungi leik­maður heims í fyrra og besti leik­maður heims­meistara­mótsins í Rúss­landi, lagði féð til undir nafninu Elie Lottin, en hann heitir fullu nafni Kyli­an Mbappe Lottin. 

Þá hefur spark­s­pekingurinn og fyrrum lands­liðs­fram­herjinn Gary Lineker hvatt fólk til að leggja söfnun fjöl­skyldu Ibbot­son lið en hann lagði sjálfur þúsund pund til.