Rúss­neski rit­stjórinn og nóbels­verð­launa­hafinn Dmi­try Muratov hefur á­kveðið að gefa Nóbels­verð­launa­medalíu sína á upp­boð til Ukra­inian Refu­gee Fund til styrktar úkraínsku flótta­fólki. Frá þessu greinir hann á vef sínum, Nova­ya Gazeta.

Muratov hlaut Friðar­verð­laun Nóbels í fyrra, á­samt blaða­manninum Mariu Ressa frá Filipps­eyjum, en þau fengu verð­launin fyrir að berjast fyrir tjáningar­frelsi og fyrir að greina á gagn­rýninn hátt frá starfs­háttum for­seta landa þeirra, Rúss­lands og Filipps­eyja.

Í frétt á miðli sínum segir Muratov að það sem þurfi að gera er að hætta stöðva á­tökin, skiptast á föngum, að láta af hendi lík þeirra látnu, að opna flótta­leiðir og veita mann­úðar­að­stoð, að styðja við flótta­fólk.

Þá segir hann að þau sem við, al­menningur væntan­lega, getur gert er að deila því með flótta­fólki, þeim særðu og börnum sem þurfa á að­stoð að halda því sem er okkur verð­mætt og gæti haft eitt­hvað gildi fyrir aðra.

Því hafi hann á­kveðið að gefa Nóbels­verð­launa­medalíuna sína til Ukra­inian Refu­gee Fund.

„Það eru þegar tíu milljónir á flótta. Ég hef beðið upp­boðs­hús að svara og að bjóða upp þessi heims­frægu verð­laun,“ segir hann í fréttinni sem er hægt að lesa hér.