Volodymyr Zelensky segir nýjustu refsiaðgerðir Evrópusambandsins vera bitlausar en þær taka meðal annars fyrir rússneska bankann Russian Gold, mótorhjólaklúbbinn Nightwolves og leikara sem styðja við Vladimir Pútín. Þetta kemur fram á vef The Guardian en listi yfir nýjustu aðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi var birtur í gær.

Ursula von der Leyen segir hinsvegar í tísti sem hún birti á Twitter að refsiaðgerðirnar sendi út sterk skilaboð um samstöðu gegn Rússlandi. Evrópusambandið muni halda áfram með aðgerðir sem herði að efnahagi Rússlands og haldi þrýstingi á stjórnvöld í Kreml í hámarki.

Ursula von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.
Mynd/samsett

„Þetta er ekki nóg og ég verð að tala við bandamenn mín af hreinskilni“ segir Zelensky í svari sínu til Evrópusambandsins við aðgerðunum „Rússland verður að borga hærra gjald fyrir stríðið svo þeir muni vilja leita friðar“ sagði hann.

Aðgerðapakki númer "6,5"

Aðgerðapakkinn sem gefin var út í gær er sá sjöundi í röð af refsiaðgerðum sem beita eiga stjórnvöld í Rússlandi efnahagslegum þrýstingi. Þessi tiltekni pakki hefur þó verið uppnefndur pakki númer „sex komma fimm“ þar sem aðgerðirnar þykja ekki mjög harðar.

Refsiaðgerðir gegn hinum rússneska banka Russian Gold koma í formi innflutningsbanns á gulli frá Rússlandi. Flestar þjóðir G7 ríkjanna (þar á meðan Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía) hafa núþegar sett slíkt bann við innflutningi en bannið mun nú ná til allra Evrópusambandsríkja.

Leikarar sem verða fyrir refsiaðgerðum eru meðal annars Vladimir Mashkov sem leikið hefur í myndum eins og „Behind Enemy Lines“ árið 2001 og „Mission Impossible: Ghost Protocol“ árið 2011. Mashkov er sagður mikill stuðningsmaður Pútíns og hafi tekið þátt í samkomum sem lýstu yfir stuðningi við stríð Pútíns í Úkraínu og á Krímskaganum.

Rússneski leikarinn Vladimir Mashkov.
Mynd/getty

Þá er Rússneski mótorhjólaklúbburinn Night Wolves sagður hafa skipulagt samkomur til stuðnings Pútín og stríði Rússlands og muni því leiðtogi samtakanna Andrey Bobroskyi verða tekinn fyrir í aðgerðum Evrópusambandsins.

Ásamt refsiaðgerðunum hefur Evrópusambandið heitið 500 milljónum evra til stuðnings Úkraínu.