Demókratinn Amy Klobuchar varð í dag níundi Demókratinn til að sækjast eftir útnefningu flokksins til að fara í forsetaframboð. Klobuchar hefur verið á þingi frá árinu 2007. Fimm konur og fjórar karlar hafa nú gefið kost á sér.

Í ræðu sinni, þar sem hún tilkynnti framboðið, vísaði hún til Íslands. Hún sagðist gera það að stefnumáli sínu að öll bandarísk heimili verði tengd interneti árið 2022. „Ef það er hægt á Íslandi, þá er það hægt hér.“

Lengi hefur verið búist við að Klobuchar stigi fram og gefi kost á sér. Hún er talin líkleg til að höfða til hluta af kjósendum Repúblikanaflokksins, en hún þykir aftur á móti ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim sem eru lengst til vinstri í Demókrataflokknum.

Klobuchar er frá Minnesota í Bandaríkjunum. Hún hefur mikinn stuðning í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.

Áður hafa Demókratarnir Cory Booker, Pete Buttigieg, Julian Castro, John Delaney, Tulsi Gabbard, Kirsten Gillibrand, Kamala Harris og Elizabeth Warren gefið kost á sér.

Demókratar velja sér frambjóðanda í júlí 2020.