Vig­­dís Hauks­dóttir verður ekki næsti vara­­for­­maður Mið­­flokksins. Enginn mun raunar gegna því em­bætti því það hefur verið lagt niður eftir að tinga­til­laga laga­­nefndar flokksins um breytingar á stjórninni var sam­þykkt á auka­­lands­þingi í dag. Vara­for­manns­em­bættið var lagt niður en á móti fjölgar stjórnar­með­limum úr fjórum í sex. Vig­dís vill ekki bjóða sig fram í stjórnina.

Vig­dís hafði boðið sig fram til vara­for­manns flokksins og var ein í fram­boði. Frétta­blaðið heyrði í henni og spurði hvernig henni liði með að em­bættið yrði lagt niður. „Þetta er afar sér­stakt. Það vita allir mína af­stöðu í þessu máli,“ sagði hún ein­fald­lega en hún hafði talað fyrir að vara­for­manns­staðan yrði á­fram til staðar, enda sjálf í fram­boði til hennar.

Öruggt er að segja að það heyri til undan­tekninga að ís­lenskur stjórn­mála­flokkur sé vara­for­manns­laus en eins og staðan er í dag eru það að­eins Mið­flokkurinn og Píratar sem ekki hafa þessa stöðu í boði innan flokksins. Píratar hafa þá heldur engan for­mann – ó­líkt Mið­flokknum; Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, stofnandi flokksins, gegnir þeirri stöðu.

„Mér finnst að þetta em­bætti eigi að vera til staðar innan flokksins. Ég vil ekki að Mið­flokkurinn standi veikari fótum en aðrir flokkar út af þessu,“ segir Vig­dís. „Ég hef verið í fram­boði til vara­for­manns í mjög marga mánuði. Þetta þing átti náttúru­lega að vera haldið síðasta vor. En núna kominn á­kveðinn loka­punktur og þá beini ég kröftum mínum á­fram að borgar­málunum.“

Formaður þingflokks talsmaður formanns í forföllum

Hún segir að sam­kvæmt nýju lögum flokksins muni for­maður þing­flokks Mið­flokksins fram­vegis vera tals­maður formannsins í for­föllum hans. Gunnar Bragi Sveins­son er nú for­maður þing­flokks og sitjandi vara­for­maður Mið­flokksins. Hann situr sem vara­for­maður þar til em­bættið verður lagt niður á næsta lands­fundi þegar ný stjórn verður kosin.

Sjálfur sagðist Gunnar Bragi í sam­tali við Frétta­blaðið í vor velta vöngum yfir því hvort það fari saman að gegna bæði em­bætti vara­­for­­manns og þing­­flokks­­for­­manns:

„En ég hef reyndar sagt opin­ber­­lega að það sé ó­­þægi­­legt að vera bæði vara­­for­­maður og þing­­flokks­­for­­maður. Þetta eru tvö em­bætti sem er ekki endi­­lega sniðugt að sami maður gegni. Þannig svar mitt er núna [6. mar sl.] kannski fyrst og fremst að ég þurfi að velja, hvort ég vilji vera á­­fram vara­­for­­maður eða þing­­flokks­­for­­maður,“ sagði Gunnar. Á endanum hefur hann þó ekki þurft að velja um annað­hvort hlut­verkið.

Ekki í valdabaráttu


Sem fyrr segir var til­lagan lögð fram af laga­nefnd flokksins. Spurð hvort henni líði eins og til­gangur til­lögunnar hafi verið að halda henni frá valda­stöðu innan flokksins segir Vig­dís: „Ég er bara leik­maður í þessu máli. Þú verður að spyrja laga­nefndina að því.“ Hún segist þá ekki vita hver sé á bak við til­löguna sjálfa innan nefndarinnar.

Er valda­bar­átta í gangi innan flokksins? „Ég er alla­vega ekki í neinni valda­bar­áttu. Ég var viss um að hafa sigur í þessari kosningu en nú er þetta bara staðan. Ég ætla ekki að gefa kost á mér í stjórn þessa flokksins eins og hún er núna,“ segir Vig­dís. „Öflugur stjórn­mála­maður þarf ekkert að vera í stjórn til að hafa á­hrif á starf flokksins.“

Hún segir þessum kafla því lokið hjá sér og að nú verði hún að skoða spilin aftur. „Nú er bara að vinda sér í næstu mál sem eru borgar­málin. Ég get nú verið heil í störfum mínum í Reykja­víkur­borg án þess að þurfa að sinna því á­byrgðar­hlut­verki sem vara­for­manns­em­bættið er.“

Ekki að færa sig í átt til Pírata


Berg­þór Óla­son, þingmaður Miðflokksins sem situr jafnframt í laga­nefnd hans, þver­tekur fyrir að þessu at­riði í nýju lögunum sé beint gegn fram­boði Vig­dísar: „Nei, það er alls ekki svo­leiðis. Við töldum þetta bara skyn­sam­legt til að bæta og efla innra starf flokksins. Þessar til­lögur voru komnar í vinnslu löngu áður en hún til­kynnti um fram­boð sitt.“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins situr í laganefndinni.
Fréttablaðið/Anton Brink

Spurður hvort laga­nefndin hafi sér­stak­lega litið til Pírata þegar á­kveðið var að leggja til að flokkurinn yrði vara­for­manns­laus hlær Berg­þór og neitar því; Mið­flokkurinn sé ekki að Pírata­væðast en segir þó að þetta hafi verið hugsað sem á­kveðið skref inn í fram­tíðina og færa hug­mynda­fræði flokksins frá hug­mynda­fræði gömlu stjórn­mála­flokkanna:

„Þetta er bara hluti af viða­mikilli breytingu á allri stjórninni. Við erum að fjölga stjórnar­mönnum úr fjórum í sex og fjórir þeirra verða kosnir á næsta lands­þingi. Til­gangurinn er að bæta að­gengi al­mennra flokks­manna að vinnu flokksins og færa stjórnina meira að því að vera fram­kvæmda­stjórn.“