Sæ­mundur Ás­geirs­son, sem hlaut fimm milljón króna bætur vegna Húsa­fells­málsins, hefur á­nafnað björgunar­sveitinni Brák í Borgar­nesi upp­hæðina.

Í síðustu viku var undir­ritað sam­komu­lag vegna deilu Sæ­mundar og ná­granna hans Páls Guð­munds­sonar vegna leg­steina­húss þess síðar­nefnda. Fór svo að málinu var lokið með sam­komu­lagi í síðustu viku og var sveitar­fé­laginu Borgar­byggð gert að greiða deilu­aðilum bætur vegna tjóns sem hlotist hefur af málinu.

Björgunar­sveitin Brák greinir frá þessu á Face­book-síðu sinni. Þar kemur fram að fjár­magnið verði nýtt til að byggja upp nýja björgunar­mið­stöð fyrir sveitina og eru á­ætluð verk­lok á full­veldis­daginn 1. desember og er Sæ­mundi inni­lega þakkað fyrir.