Sjötíu og sex árum eftir að Renia Spiegel skrifaði sína síðustu færslu í dagbók sinni, um miðsumar árið 1942, hefur bókin vera gefin út í enskri þýðingu í fyrsta sinn.

Spiegel var 18 ára þegar hún var skotin á götum úti undir hernámi nasista í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni. Óneitanlega minnir dagbókin á eina frægustu og víðlesnustu bók allra tíma, dagbók hinnar hollensku Önnu Frank.

Í dagbókinni fjallar Spiegel um líf sitt sem unglingur og gyðingur undir hernámi ógnarstjórnarinnar. Bókin, sem er um 700 blaðsíður á lengd, sýnir hugarheim venjulegrar unglingsstúlku; hún fjallar um skólafélaga, kennara og fyrsta kossa.

Þykir bókin mynda áhugaverða skerpu á milli dagbókar Önnu Frank. Fyrir það fyrsta er Spiegel eldri, nánast vaxin úr grasi, á meðan Frank var 15 ára þegar hún lést í fangabúðum nasista í Auschwitz. Þá var Spiegel frjáls ferða sinna þar til í júlí 1942, stuttu áður en hún er skotin til bana, en eins og vitað er var Anna Frank í felum í Amsterdam nær allt það tímabil sem dagbók hennar tekur til.

Í dagbók Spiegel er að finna ýmis ljóðabrot eftir ritarann, ásamt fallega prósakafla. Lesningin er sögð átakanleg, en síðasta færslan í bókinni er eftir kærasta Reniu Spiegel, þar sem hann segir frá morðinu á foreldrum sínum og kærustu: „Þrjú skot! Þrem lífum glatað! Ég heyri ekkert nema skot, skot.“