Bókin Ekkert að fela – á slóð Sam­herja í Afríku kemur út á morgun. Sam­kvæmt til­kynningu frá Forlaginu um málið er bókin af­rakstur margra mánaða rann­sóknar­vinnu þeirra Helga Seljan, Aðal­steins Kjartans­sonar og Stefáns Aðal­steins Drengs­sonar á starf­semi Sam­herja í Afríku.

Mikil um­fjöllun hefur verið um mál­efni Sam­herja en frétta­skýringa­þátturinn Kveikur á RÚV og Stundin birtu í síðustu viku um­fjöllun um starf­semi Sam­herja í Namibíu. Þar var sagt frá nánum tenglsum stjórn­enda Sam­herja við stjórn­mála­menn í Namibíu og greiðslum þeirra fyrir ó­dýran sjó­frysti­kvóta.

„Niðurstöðurnar eru sláandi“

„Í bókinni eru helstu niður­stöður Sam­herja­skjalanna svo­kölluðu dregnar saman og ítar­lega gert grein fyrir vafa­sömum vinnu­brögðum út­gerðar­fyrir­tækisins við Afríku­strendur. Niður­stöðurnar eru sláandi og strax orðið ljóst að málið mun hafa á­hrif á stjórn­mála- og at­vinnu­líf þeirra landa sem koma við sögu,“ segir í til­kynningunni.

Þá munu höfundarnir af­sala sér öllum greiðslum vegna út­gáfunnar og er stefnt að því að höfundar­launin renni til hjálpar­stofnunar eða mann­úðar­sam­taka sem starfa í Afríku. Hægt verður að nálgast bókina eftir klukkan 11:00 á morgun.