Lyfjastofnun og Landspítalinn vilja ekki veita upplýsingar um stöðu þeirra sem fundu fyrir lömunareinkennum eftir bólusetningu gegn Covid-19. Vísa stofnanirnar til persónuverndarsjónarmiða þar sem tilvikin séu það fá.
Líkt og fram hefur komið fundu þrjár konur hérlendis fyrir einkennum lömunar eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19.
Læknar hafa sagt að enn sem komið er hafi ekki fundist óyggjandi merki um tengsl milli bólusetningar og lömunareinkenna.