Lyfja­stofnun og Land­spítalinn vilja ekki veita upp­lýsingar um stöðu þeirra sem fundu fyrir lömunar­ein­kennum eftir bólu­setningu gegn Co­vid-19. Vísa stofnanirnar til per­sónu­verndar­sjónar­miða þar sem til­vikin séu það fá.

Líkt og fram hefur komið fundu þrjár konur hér­lendis fyrir ein­kennum lömunar eftir að hafa fengið örvunar­skammt af bólu­efni gegn Co­vid-19.

Læknar hafa sagt að enn sem komið er hafi ekki fundist ó­yggjandi merki um tengsl milli bólu­setningar og lömunar­ein­kenna.