Erlent

Ástand borgarstjórans í Gdansk enn óstöðugt

Fjöldi fólks hefur beðið á spítalanum í Gdansk eftir því að fá að gefa blóð. Ástand Adamowicz er enn óstöðugt en hann missti mikið blóð eftir árásina í gær.

Fjölmargir hafa lagt leið sína á spítalann til að gefa blóð eftir árásina Fréttablaðið/EPA

Íbúar í Gdansk í Póllandi hafa beðið í biðröð frá því í gærkvöldi til að gefa blóð eftir að borgarstjóri þeirra, Paweł Adamowicz, var stunginn á sviði góðgerðarviðburðar í gærkvöldi. Paweł Adamowicz er sagður í lífshættu á spítalanum. Í gærkvöldi sendi blóðbankinn út ákall til þeirra sem eru í O blóðflokki að gefa blóð.

„Við getum því miður ekki enn sagt að ástand hans sé stöðug. Það er enn of snemmt að segja til um það, ástandið er enn alvarlegt og ekki enn það stöðug að hægt sé að tala um batahorfur. Lífslíkur hans og batahorfur eru enn óljósar,“ sagði Jerzy Karpinski sem er yfirmaður heilbrigðismála í Gdansk í útvarpsviðtali í morgun.

Karpinski sagði að Adamowicz væri enn tiltölulega ungur og heilbrigður en að hann hafi misst mikið af blóði og því skorti líkama hans súrefni.

Ákall blóðbankans skilaði miklum árangri. Aðeins nokkrum klukkustundum síðar hafði fjöldi íbúa komið á spítalann og skráð sig sem blóðgjafa til stuðnings borgarstjórans.

„Í hvert sinn sem það er ákall, þá kem ég og gef. Það má engan tíma missa. Ef þess þarf þá kem ég um miðja nótt. Það er ekki vandamál, við þurfum að hjálpa hvoru öðru,“ sagði Gazeta Wyborcza, ein blóðgjafa, í samtali við pólskt dagblað.

Paweł Adamowicz hefur verið borgarstjóri í Gdansk frá því árið 1998 Fréttablaðið/AFP

Árásarmaðurinn er 27 ára karlmaður sem hefur verið nafngreindur í pólskum miðlum sem Stefan W. Hann er sagður frá Gdansk og hefur langan sakaferil að baki sér. Honum var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði. Hann kennir stjórnmálaflokki sem borgarstjórinn var einu sinni hluti af um fangelsisvist sína.

Adamowicz hefur ekki verið vinsæll meðal hægri manna vegna stuðnings hans við innflytjendur og hinsegin fólk en þó eru engar vísbendingar um að árásin hafi verið pólitísk.

Sjá einnig: Borgarstjóri Gdansk í lífshættu eftir stunguárás

Greint er frá á Guardian.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Borgarstjóri Gdansk í lífshættu eftir stunguárás

Erlent

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Erlent

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Auglýsing

Nýjast

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Auglýsing