Nýlega hafnaði Aston Martin 1,3 billjón punda tilboði frá Atlas Consortium, sem var hópur sem Geely var með hlut í ásamt Investindustrial sem á Morgan Motor Cars. Að sögn Daniel Donghui Li, forstjóra eignarfélags Geely munu tæknilegir yfirburðir Geely hjálpa Aston Martin í framtíðinni. Fyrir þremur mánuðum keypti Public Investment sjóðurinn í SaudiArabíu 16,7% hlut í Aston Martin sem hefur verið skuldum vafið á undaförnum árum. PIF er stærsti hluthafinn á eftir Lawrence Stroll Yew Tree Consortium sem á 18,3% hlut. Annar stór hluthafi er Mercedes-Benz sem á 9,7% hlut.