Heils­u­gæsl­u höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (HH) hef­ur ver­ið fal­ið að sinn­a geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u við fang­a í öll­um fang­els­um lands­ins. Stofn­að verð­ur sér­hæft, þver­fag­legt geð­heils­u­teym­i fang­a (GHTF) sem mun starf­a með og styðj­a við starf­sem­i heils­u­gæsl­unn­ar í fang­els­um. Til­kynnt var um stofn­un teym­is­ins á blað­a­mann­a­fund­i í fang­els­in­u í Hólms­heið­i í morg­un. Fram kem­ur í til­kynn­ing­u ráð­u­neyt­is að teym­ið verð­i hreyf­an­legt og að það muni nýta sér tækn­i­lausn­ir á svið­i fjar­heil­brigð­is­þjón­ust­u til að sinn­a þjón­ust­unn­i.

„Með aukn­um fjár­mun­um og því skip­u­lag­i sem hér hef­ur ver­ið á­kveð­ið mun­um við færa geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u í ís­lensk­um fang­els­um til þess sem best þekk­ist. Þess­i nið­ur­stað­a er af­rakst­ur metn­að­ar­fullr­ar sam­vinn­u heil­brigð­is- og dóms­mál­a­ráð­u­neyt­a und­an­farn­a mán­uð­i þar sem kapp hef­ur ver­ið lagt á að koma þess­ar­i þjón­ust­u í horf sem er ekki að­eins við­un­and­i, held­ur þann­ig að við get­um ver­ið stolt af,“ seg­ir Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herr­a, í til­kynn­ing­u.

Stórt skref í rétta átt

„Þett­a er mjög stórt skref í rétt­a átt. Okkar skjól­stæð­ing­ar fang­a hafa haft mjög tak­mark­að­an að­gang að geð­lækn­um og tak­mark­að að­geng­i að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u. Með stofn­un þess­a geð­heil­rigð­i­s­teym­is munu fang­ar hafa að­geng­i að slík­um sér­fræð­ing­um,“ seg­ir Páll Win­kel, fang­els­is­mál­a­stjór­i, í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið í dag.

Heil­brigð­is­ráð­herr­a til­kynnt­i einn­ig að auka ætti fram­lög til geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u fang­a um 15 millj­ón­ir og sem hlut­i af því verð­ur í fyrst­a skipt­i í mörg ár ráð­inn geð­lækn­ir til að starf­a í fang­els­un­um. Heild­ar­fram­lag fer þann­ig úr 55 í 70 millj­ón­ir á næst­a ári.

„Það hef­ur ekki ver­ið starf­and­i geð­lækn­ir í fang­els­in­u í mörg ár þann­ig ég geri ráð fyr­ir því að það hafi af­ger­and­i á­hrif í rétt­a átt. Ég er jafn­framt viss um að þett­a sé fyrst­a skref­ið í rétt­a átt til frek­ar­i fram­far­a. Ég geri að með­ferð­ar­starf­ið verð­i eflt og það sem mér finnst á­nægj­u­leg­ast og kannsk­i stærst­u tíð­ind­in í þess­u er að þett­a er nið­ur­stað­a sem kem­ur út úr sam­starf­i ráð­herr­a sem bera á­byrgð á þess­um mál­a­flokk­i,“ seg­ir Páll.

Hann seg­ir að hing­að til hafi dóms­mál­a­ráð­herr­a dreg­ið vagn­inn, og sinnt því vel, og að önn­ur ráð­u­neyt­i hafi á sama tíma ekki sinnt mál­efn­in­u eins vel. Það sé þó að breyt­ast núna.

„Með út­spil­i Svan­dís­ar og svo veit ég að Ás­mund­ur Ein­ar er að vinn­a mikl­a vinn­u og með sam­stillt­u á­tak­i þess­ar­a ráð­herr­a þá get­um við kom­ið ís­lensk­u fang­els­is­kerf­i í fremst­u röð heims­ins. Þett­a er virk­i­leg­a stór stund fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Páll að lok­um.

Frá blaðamannafundi í fangelsinu í morgun.
Fréttablaðið/Ernir

Teymi sem stjórnar vinnu

Óskar Reyk­dals­son, for­stjór­i Heils­u­gæsl­u höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, tek­ur und­ir orð Páls um teym­ið sé mik­il bót fyr­ir fang­a. Verk­efn­ið er sett upp sem und­ir­bún­ings­verk­efn­i til eins árs og eru alls fimm í teym­in­u. Sig­­urð­ur Örn Hekt­ors­­son verð­ur yfir teym­i heils­u­gæsl­unn­ar, en hann var ráð­inn yf­ir­lækn­ir geð­deild­ar Land­spít­al­ans árið 2017, en verð­ur lán­að­ur til þess­a verk­efn­is næst­a árið.

Óskar seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið að hing­að til hafi fang­ar haft fínt að­geng­i að heils­u­gæsl­u­þjón­ust­u en það sem hafi vant­að er teym­is-sýn á þá þjón­ust­u sem þeim er veitt.

„Núna tök­um við inn teym­i geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­a, sál­fræð­ing­a og einn lækn­i sem ætla að vinn­a sam­an að því að hjálp­a fólk­i sem glím­ir bæði við fíkn­i­vand­a og önn­ur geð­ræn vand­a­mál, sem fylgj­a því oft að vera inn­i­lok­að­ur, en í sum­um til­vik­um er þó ein­hver und­ir­liggj­and­i heils­u­brest­ur,“ seg­ir Óskar.

Hann seg­ir að teym­ið muni vinn­a með geð­heils­u­teym­um sem vinn­a um allt land á heils­u­gæsl­un­um. Fyrst­a slík­a teym­ið var sett á stofn í Breið­holt­i en nú hafa slík teym­i ver­ið sett upp víða á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Teym­ið vinn­ur með fólk­i heim­a hjá þeim og reyn­ir að koma í veg fyr­ir tíð­ar inn­lagn­ir á geð­deild.

Óskar seg­ir að þrátt fyr­ir að teym­ið sé sett á stofn til árs til að byrj­a með þá eigi hann ekki von á öðru en að það muni hald­a á­fram. Það muni þó koma í ljós síð­ar meir.

Sam­ræm­ist á­bend­ing­um „pynt­ing­ar­nefnd­ar“ Evróp­u­ráðs­ins

Fram kem­ur í til­kynn­ing­u ráð­u­neyt­is­ins að breyt­ing­arn­ar sam­ræm­ist á­bend­ing­um pynt­ing­ar­nefnd­ar Evróp­u­ráðs­ins (CPT-nefnd­in) um varn­ir gegn pynt­ing­um og ó­mann­legr­i eða van­virð­and­i með­ferð eða refs­ing­u sem gerð­i hér síð­ast­a vor út­tekt á fang­els­un­um hér á land­i.

Bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­ur nefnd­ar­inn­ar bár­ust ráð­u­neyt­um dóms- og heil­brigð­is­mál­a í sum­ar og komu þar fram at­hug­a­semd­ir varð­and­i fyr­ir­kom­u­lag geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u við fang­a. Með­al þess sem nefnd­in lagð­i á­hersl­u á er að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­a inn­an fang­els­a eigi að vera sam­bær­i­leg þeirr­i þjón­ust­u sem aðr­ir lands­menn njót­a eft­ir því sem mög­u­legt er, að tekn­u til­lit­i til sér­þarf­a fang­a.

Á grund­vell­i á­bend­ing­a CPT-nefnd­ar­inn­ar og að und­an­gengn­u sam­ráð­i og sam­vinn­u við dóms­mál­a­ráð­u­neyt­ið á­kvað heil­brigð­is­ráð­herr­a að fall­a frá fyrr­i á­form­um um samn­ings­gerð af hálf­u SÍ um geð­heil­brigð­is­þjón­ust­u við fang­a. Fyr­ir­liggj­and­i samn­ings­mark­mið voru tek­in til ýt­ar­legr­ar end­ur­skoð­un­ar og á­kveð­ið að byggj­a þjón­ust­un­a upp á sömu for­send­um og gert hef­ur ver­ið með stofn­un geð­heils­u­teym­a á veg­um heils­u­gæsl­u og heil­brigð­is­stofn­an­a um land allt.

Seg­ir að lok­um að á­kvörð­un um að byggj­a geð­heil­brigð­is­þjón­ust­un­a upp í sér­stök­u geð­heils­u­teym­i fang­a (GHTF) sem hlut­a af op­in­ber­a heil­brigð­is­kerf­in­u og á vett­vang­i heils­u­gæsl­unn­ar sam­ræm­ist á­bend­ing­um CPT-nefnd­ar­inn­ar og að á­kvörð­un­in sé mik­il­væg­ur lið­ur í því að tryggj­a föng­um ein­stak­lings­mið­að­a, sam­felld­a og sam­hæfð­a þjón­ust­u með form­leg­um og skil­virk­um boð­leið­um mill­i þjón­ust­u­stig­a eft­ir því hvort um er að ræða fyrst­a, ann­ars, eða þriðj­a stigs heil­brigð­is­þjón­ust­u, líkt og nán­ar er skil­greint í heil­brigð­is­stefn­u til árs­ins 2030.