Stjórn lands­sam­takanna Geð­hjálpar kallar í á­lyktun eftir því að geð­heilsa starfs­manna fyrir­tækja landsins verði sett í for­gang og að for­svars­menn fyrir­tækja styðji við opið sam­tal um geð­heil­brigði á sínum vinnu­stöðum. Þau segja raun­veru­lega hættu á að valda­ó­jafn­vægi aukist á vinnu­markaði vegna mikils at­vinnu­leysis og að þurfi að tryggja að það hafi ekki slæm á­hrif á sam­band yfir­manna og starfs­fólks og þeirra geð­heil­brigði.

„Það hefur lík­lega aldrei verið eins mikil­vægt að huga að geð­heilsu og ein­mitt núna. Stór hluti lands­manna hefur á þessu ári búið við ein­hverjar tak­markanir í lífi sínu sem áður voru ekki fyrir hendi. At­vinnu­leysi er í há­marki og blikur á lofti í efna­hags­lífinu,“ segir í til­kynningu frá sam­tökunum.

Þar segir að geð­rænar á­skoranir geta sprottið upp við ýmsar að­stæður og nefna þau sem dæmi að­stæður á togaranum Júlíusi Geir­munds­syni þar sem 22 af 25 á­hafnar­með­limum smituðust af kórónu­veirunni.

„Í vikunni fóru fram fyrir Héraðs­dómi Vest­fjarða sjó­próf í máli skip­verjanna á togaranum Júlíusi Geir­munds­syni. Þar átti að leiða í ljós hvað gerðist um borð þegar 22 af 25 á­hafnar­með­limum veiktust af Co­vid-19 veirunni. Þar sem þar kom fram lýsir að margra mati afar sér­stöku sam­bandi undir­manna við yfir­menn. Ótti, þöggun og að því virðist kúgun virðist hafa verið hluti af menningunni á þessum vinnu­stað. Slíkt gæti því miður verið staðan víða um borð í fiski­skipum ís­lenska flotans ef marka má sögur,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir einnig að við að­stæður þar sem há laun eru og starfs­menn séu í hættu að missa vinnuna geti auð­veld­lega skapast mikið valda­ó­jafn­vægi. Það geti leitt til geð­rænna á­skoranna.

Þá er einnig í til­kynningu Geð­hjálpar vísað til fréttar sem birtist á Vísi.is í vikunni þar sem rætt var við mann­auðs­stjóra, starfs­manna­stjóra og for­stjóra í opin­bera- og einka­geiranum um sam­keppni um laus störf á markaði í dag.

„Við þessar að­stæður er á­kveðin á­hætta að vinnu­sam­band starfs­manns og yfir­manns skekkist. Óttinn við að missa vinnuna er raun­veru­legur og það hefur á­hrif. Það sem gerðist um borð í togaranum Júlíusi Geir­munds­syni er ein­mitt dæmi um slíkt. Í dýpstu efna­hags­lægð þjóðarinnar í yfir 100 ár er mikil­vægt að hafa þetta í huga og nota tæki­færið til að breyta því,“ segir í til­kynningunni.

Þau skora því á for­svars­menn vinnu­staða að setja geð­heilsu í for­gang með því að setja mann­auðs­mál í önd­vegi.

„Setjum stjórnun á jafningja­grunni í önd­vegi. Það er ekki bara það rétta í stöðunni heldur einnig góð fjár­festing,“ segir að lokum í til­kynningunni.