„Þrátt fyrir að smit hafi ekki greinst í fangelsum landsins lék fyrsta bylgja CO­VID-19 far­aldursins fanga grátt. Þetta fundum við hjá Af­stöðu, fé­lagi fanga og annarra á­huga­manna um bætt fangelsis­mál og betrun, á eigin skinni enda fjölgaði kvörtunum og öðrum erindum gríðar­lega á fyrsta árs­fjórðungi,“ svona hefst pistill Guð­mundar Inga Þór­odds­sonar, formanns Af­stöðu fé­lags fanga í Frétta­blaðinu í kvöld.

Hann segir jafn­framt að fangar tóku á sig veru­legar byrðar þegar neyðar­stigi var lýst yfir í fangelsum landsins í síðasta vor og eru nei­kvæð á­hrif þess enn að koma fram.

„Heim­sóknar­bann leiddi til þess að upp úr sam­böndum flosnaði og vina­sam­bönd rofnuðu, meira bar á þung­lyndi og kvíða og al­mennt hrakaði geð­heil­brigði fanga tölu­vert. Allir vita að mikil­vægast hlekkurinn í endur­hæfingu er styrking fjöl­skyldu­banda,“ skrifar Guð­mundur.

„Þrátt fyrir í­vilnandi að­gerðir Fangelsis­mála­stofnunar þá telur Af­staða að ekki hafi verið gengið nægi­lega langt og þar sem stofnunin lofaði því að bæta fanga­hópnum með ein­hverjum hætti upp að hafa af­plánað í neyðar­á­standi væri til­valið að það yrði gert með því að létta hópnum lífið í næstu bylgju, og þeim sem á eftir koma,“ segir hann enn fremur.

Hann segir nauð­syn­legt að þegar búið að grípa til heim­sóknar­banns að nýju að heimila net­tengdar tölvur í lokuðum fangelsum. „Ein tölva með Skype fyrir allan hópinn er ó­á­sættan­legt. Sam­skipti við fjöl­skyldu og vini eru af­skap­lega mikil­væg í far­aldri sem þessum og stuðla að já­kvæðu geð­heil­brigð,“ skrifar Guð­mundur en hægt er lesa pistill hans í heild sinni hér fyrir neðan.