Eitt af hverjum sjö börnum og ung­mennum á aldrinum 10 til 19 ára í heiminum er með greinda geð­röskun. Á hverju ári taka um 46 þúsund ung­menni í heiminum sitt eigið líf. Þetta kemur fram í stöðu­skýrslu UNICEF, Sta­te of the World‘s Children 2021, sem kom út í dag.

Sam­kvæmt skýrslunni hefur heims­far­aldurinn gert slæmt á­stand verra og ætla má að nei­kvæð á­hrif heims­far­aldursins á geð­heilsu og líðan barna og ung­menna gætu varað í mörg ár.

„Við, eins og fleiri, höfum miklar á­hyggjur af stöðu geð­heil­brigðis­þjónustu barna og ung­menna hér á landi. Það kom skýrt fram í kosninga­bar­áttunni að flestir ráða­menn eru sam­mála um að geð­heil­brigðis­mál eru eitt stærsta sam­fé­lags­málið sem við glímum við í dag og að vandinn sé marg­þættur. Nú er tæki­færið til að setja mark­mið og tryggja fjár­mögnun fyrir mála­flokkinn til næstu fjögurra ára,“ segir Birna Þórarins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Ís­landi.

Þema skýrslunnar, Sta­te of the World‘s Children 2021, er geð­heil­brigðis­mál og er hún ítar­legasta greining Barna­hjálparinnar á geð­heilsu barna, ung­menna og um­önnunar­aðila þeirra á þessari öld.

Sér­stök á­hersla er lögð á hvernig á­hætta og verndandi þættir á heimilum barna, í skólanum og úti í sam­fé­laginu hafa á­hrif á geð­heil­brigði þeirra. UNICEF sendir með skýrslunni skýrt á­kall til ríkis­stjórna heimsins um að grípa til al­vöru að­gerða og fjár­festinga í geð­heil­brigðis­málum barna og ung­menna þvert á svið, stór­bæta að­gengi að snemmtækri þjónustu og upp­lýsinga­gjöf og vinna mark­visst gegn for­dómum gagn­vart geð­sjúk­dómum.

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna hitti ríkisstjórnina í ágúst. Rebecca Lisbeth er fyrir miðju að tala.
Mynd/Aðsend

Skora á formenn að setja börn í forgang í stjórnarsáttmála

UNICEF á Ís­landi tekur undir al­þjóð­legt á­kall UNICEF og skorar á for­menn stjórn­mála­flokka sem náðu kjöri í al­þingis­kosningum að setja mál­efni barna í for­gang í við­ræðum um stjórnar­sam­starf - og skapa sam­eigin­leg, skýr mark­mið um að bæta geð­heil­brigði barna á Ís­landi. UNICEF hvetur for­menn þeirra flokka sem hyggjast mynda næstu ríkis­stjórn að setja eftir­farandi at­riði í stjórnar­sátt­mála:

  • Minnka for­dóma í kringum and­lega heilsu, inn­leiða fræðslu í grunn- og fram­halds­skólum og hafa sál­fræði­þjónustu að­gengi­lega fyrir alla, óháð fjár­hags­legri stöðu, í sam­ræmi við til­lögur Ung­menna­ráðs Heims­mark­miðanna;
  • Skýra á­byrgð á mála­flokknum og móta sam­eigin­lega sýn sem hvílir á sam­starfi þvert á stjórnar­ráð og stjórn­sýslu­stig;
  • Ryðja burt stjórn­sýslu- og tækni­hindrunum sem standa í vegi fyrir fram­förum í geð­heil­brigðis­þjónustu fyrir börn;
  • Auka sam­starf og þekkingu allra starfs­stétta sem sinna börnum og gera þannig fleira fólk fært um að sinna and­legri heilsu barna og veita fyrstu við­brögð;
  • Auka þekkingu og færni for­eldra til að stuðla að góðri and­legri heilsu barna sinna;
  • Sjá til þess að börn og ung­menni sem glíma við geð­rænan vanda þurfi ekki að bíða eftir við­eig­andi úr­ræðum;
  • Huga sér­stak­lega að réttindum við­kvæmra hópa barna, s.s. barna af er­lendum upp­runa, fatlaðra barna, barna með tauga­þroskaraskanir og barna sem verða fyrir of­beldi.

Ákall UNICEF á Íslandi má nálgast hér.

Á myndinni er Paul Santos með nýfæddu barni sínu á heilbrigðisgæslu í Ossu í Timor Leste.
Mynd/UNICEF

Enn of miklir fordómar fyrir því að leita sér aðstoðar

Ung­menna­ráð Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna hefur beitt sér fyrir því að stjórn­völd beini kröftum sínum í bætt geð­heil­brigði barna og ung­menna. Ung­menna­ráðið kynnti til­lögur sínar á fundi með ríkis­stjórninni í ágúst á þessu ári og er það von ráðsins að tekið verði mið af þeirra ráð­leggingum í komandi ríkis­stjórn. Meðal til­lagna þeirra var að stöðva for­dóma í kringum and­lega heilsu og auka fræðslu og að­gengi að sál­fræði­þjónustu í grunn- og fram­halds­skólum.

„Þetta gerðist nokkuð hratt. Við funduðum einu sinni í júlí og gerðum upp­kast að þessu. Þá skrifuðum við allt niður sem okkur datt í hug sem þarf að bæta. Svo fengum við að funda með ríkis­stjórninni í ágúst og gerðum þetta betra og flottara,“ segir Rebec­ca Lis­bet Sharam, með­limur ung­menna­ráðs Heims­mark­miðanna, en ráðið fundaði með ríkis­stjórninni í lok ágúst.

Hún segir að þau hafi tekið vel í til­lögur þeirra og sögðu þeim hvað er í vinnslu og hvað væri hægt að gera betur.

Það eru miklir for­dómar fyrir því að fara til sál­fræðings og leita sér hjálpar

Á­herslur ung­menna­ráðsins eru margar og fjöl­breyttar en meðal þeirra eru þrjár til­lögur um and­lega heilsu. Aðal­á­hersla þeirra er að minnka for­dóma og auka að­gengi að sál­fræði­þjónustu til að tryggja að and­legri heilsu ungs fólks sé sinnt vel og örugg­lega.

Rebec­ca býr í Fella­bæ á Austur­landi og segir að að­gengi að sál­fræði­þjónustu sé ekki gott þar. Það sé ekki vel aug­lýst.

Eitt sem að ung­menna­ráðið komst að er að það þurfi að koma í veg fyrir og minnka for­dóma fyrir þeim sem sækja sér að­stoð vegna and­legra veikinda.

„Það eru miklir for­dómar fyrir því að fara til sál­fræðings og leita sér hjálpar. Það hefur minnkað en er enn of mikið. Bæði hjá krökkum á okkar aldri og hjá for­eldrum og for­ráða­mönnum,“ segir Rebec­ca.

Ung­menna­ráðið leggur einnig mikla á­herslu á að það verði aukin fræðsla um geð­heil­brigði og and­leg veikindi, í skóla­starfi og utan skólans, í fé­lags­mið­stöðvunum og í­þrótta­starfi.

„Aðal­lega í skóla því flestir krakkar mæta þangað.“

Spurð hvort hún haldi að and­leg heilsa barna og ung­menna hafi versnað í Co­vid segir Rebec­ca að hún geti vel tekið undir það.

„Það hafa verið svo miklar hömlur á fé­lags­lífi. Krakkar sem voru kannski ekki að stunda mikið fé­lags­líf fyrir duttu kannski alveg út. Það hefur verið miklu erfiðara að halda sér uppi þegar það eru engin böll eða neitt slíkt,“ segir Rebec­ca sem sjálf er 17 ára og hefur aldrei sjálf farið á ball í mennta­skóla.

„Það er stefnt á ball í lok októ­ber og við vonum að reglurnar breytist ekki fyrir það.“

Hún segir að þau vonist til þess að fá að lesa til­lögurnar aftur fyrir nýja ríkis­stjórn þegar hún tekur við.

Móðir og barn heimsækja heilsugæslustöð í júní í El Salvador.
Mynd/UNICEF

Taka undir með ungmennaráðinu

Í til­kynningu frá UNICEF á Ís­landi kemur fram að þau taki undir með ung­menna­ráðinu og öðrum börnum og ung­mennum sem hafa lengi kallað eftir bættri þjónustu við hæfi allra barna. Jafnt að­gengi að snemmtækri sál­rænni að­stoð, óháð bú­setu eða efna­hag, er nauð­syn­leg til að hægt sé að grípa börn í vanda fljótt og leysa úr vanda­málum áður en þau verða of al­var­leg.

„Það er ljóst að nýrrar ríkis­stjórnar bíður ærið verk­efni að byggja upp geð­heil­brigðis­þjónustu við börn til fram­tíðar. And­leg heilsa er hluti af líkam­legri heilsu og við höfum ekki efni á að líta á hana sem nokkuð annað. Það er góð fjár­festing að auka fram­lög til geð­heil­brigðis­mála með það fyrir augum að grípa börn og ung­menni sem þurfa að­stoð sem fyrst. Von okkar er sú að tekið verði á málum af festu og réttur barna til að þroskast og rækta hæfi­leika sína tryggður,“ segir Birna.

Skýrslu UNICEF, State of the World‘s Children 2021, má nálgast hér.